Ársreikningaskil 2019
Ársreikningaskrá hefur nú birt áskorun um skil ársreikninga lögaðila fyrir árið 2019. Skal ársreikning vegna reikningssársins 2019 eigi skilað síðar en fyrir 31. ágúst 2020. Að öðru jöfnu falla þá sektir á þá lögaðila sem ekki hafa gengið frá skilum á ársreikningi til ársreikningaskrár.
Ársreikningaskrá hefur nú, í samráði við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR), tekið ákvörðun um að fresta álagningu sekta, frá 1. september til 16. september næstkomandi. Ákvörðunin er tekin vegna áhrifa af Kórónuveirufaraldrinum (COVID-19) á vinnu við uppgjör félaga. Álagning sekta miðast því við þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi fyrir miðnætti þriðjudaginn 15. september 2020.
Þá má einnig nefna að ef félög uppfylla skilyrði til að skila svonefndum hnappsreikningi, þ.e. ársreikningi sem byggður er á skattframtali og gerður í gegnum heimasíðu Skattsins, verða sektir felldar niður sé slíkum reikningi skilað fyrir 3. október 2020.