Reikningsskil
Reikningsskil eru stór þáttur í þjónustu Grant Thornton. Áreiðanlegar, nákvæmar og tímanlegar upplýsingar um fjárhagsleg málefni skipta viðskiptavini okkar miklu máli. Auk þess að aðstoða þá við reikningshaldsleg málefni þá veitum við oft margháttaða ráðgjöf til að auðvelda þeim að ná markmiðum sínum. Við leggjum mikið upp úr því að setja okkur sem best inn í rekstur viðskiptavina og vinna náið með þeim til að tryggja sem besta útkomu í þeim verkum sem okkur eru falin. Jafnframt því að veita ráðgjöf í reikningsskilamálum, þ.m.t. á sviði alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) þá felur þjónusta okkar meðal annars í sér eftirfarandi; færsla bókhalds, árshlutauppgjör, gerð ársreikninga, gerð skattframtala, launavinnslur, skilagreinar til skattayfirvalda